Eigna- og viðhalds- stjórnunarfélag Íslands

Vettvangur þekkingarmiðlunar, samstarfs og tengslamyndunar í eigna- og viðhaldsstjórnun

 

Nánar

Fréttir

Hvað er um að vera í heimi eigna- og viðhaldsstjórnunar á Íslandi

Af vettvangi EFNMS

European Federation of National Maintenance Societies

Viðburðir

Viðburðir framundan

Alþjóðleg ráðstefna á vettvangi eigna- og viðhaldsstjórnunar á Íslandi

EVS, Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands, og DMM Lausnir standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á vettvangi eigna- og viðhaldsstjórnunar 18. – 19. október á Hotel Reykjavik Natura. 

Ráðstefnur af þessu tagi og gæðum eru sjaldgæfar á Íslandi og það er því von okkar að fyrirtæki á Íslandi og muni nýta tækifærið og skrá sitt fólk til leiks. Fyrri dagurinn miðast af öllum þeim sem þurfa að kunna skil á eigna- og viðhaldsstjórnun, sérfræðingum og stjórnendum/leiðtogum á sviði eigna- viðhaldsstjórnunar en einnig að stjórum/leiðtogum annarra sviða sem beint og óbeint styðja við málaflokkinn, svo sem í tengslum við öryggistjórnun, mannauðsmál og fjármálastjórnun. Það er jú megin stefið í dag, þ.e.a.s. að brúa bil á milli sviða. Seinni dagurinn felur í sér vinnustofur fyrir þá sem starfa á þessum vettvangi.

Sjá nánari upplýsingar um ráðstefnunu / vinnustofur hér. Vinsamlegast skráið ykkur með því að smella á skráningu hér fyrir neðan

An International conference on asset and maintenance management will be held by EVS, the National Maintenance Society of Iceland, and DMM Lausnir at Hotel Reykjavik Natura on October 18. – 19. 2023. Here you will find more information, including the agenda. Please register by using this link:  

Námskeið til vottunar viðhaldsstjóra, vorönn 2024

EVS í samstarfi við DMM Lausnir munu á vorönn 2024 standa fyrir námskeiði til vottunar fyrir viðhaldsstjóra, námskeiðið verður útfært af sænska fyrirtækinu Idhammar.

Í þessu skjali er umgerðin skýrð nánar og hér eru svo nánari upplýsingar frá Idhammar um námskeiðið sem er það fyrsta sinna tegundar á Íslandi.

Skráning er hafin. Til að skrá sig er best að senda póst á Guðmund, gjb@dmm.is. Þess má geta að námskeiðið og sú evrópska vottun sem það býður upp á verður kynnt nánar á ráðstefnunni í október.

Hægt verður að skrá sig út nóvember 2023, en minnt er á að fjöldi sæta verður takmarkaður og fyrstur sækir, fyrstur fær.

Þekkingarbrunnur á sviði eigna- og viðhaldsstjórnun

Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands (EVS), áður Félag Viðhaldsstjórnunar á Íslandi (FVSI) var stofnað 12.02.2009 af aðilum sem hafa langa reynslu af eignastjórnun og viðhaldi vélbúnaðar í iðnaði, stóriðju og orkugeiranum. 

 

Með vexti íslenskrar framleiðslu síðustu árin hefur þörfin fyrir aukna þekkingu í eigna- og viðhaldsstjórnun vaxið til muna.  

 

Markmið félagsins hefur frá upphafi verið  að auka þekkingu og nýsköpun í eigna- og viðhaldsstjórnun ásamt því að byggja upp tengslanet í greininni. 

 

Ekki missa af neinu

Skráðu þig á póstlista EVS til að fá upplýsingar um viðburði og fréttir af málefnum eigna- og viðhaldsstjórnunar.

Hafa samband

Eigna- og
viðhaldsstjórnunarfélag
Íslands

590209-1710

Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbær

contact@evs.is

Sendu okkur línu